Inga Sæland stefnir á titilinn

Inga Sæland.
Inga Sæland. mbl.is/María

Allt bendir til að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði ræðudrottning hins stutta þings sem nú er á lokametrunum.

Inga hefur flutt 46 ræður og athugasemdir (andsvör) á 155. löggjafarþinginu og talað í samtals 355 mínútur, eða rétt tæpa sex tíma.

Næstur kemur Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem flutt hefur 87 ræður/athugasemdir og talað í samtals 239 mínútur. Það helgast að því að umræður um fjárlagafrumvarpið hafa verið meginefni haustþingsins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/María
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka