Kúluhúsin í Þykkvabænum vinsæl

Tvö kúluhús voru reist í fyrrasumar og þrjú til viðbótar …
Tvö kúluhús voru reist í fyrrasumar og þrjú til viðbótar í ár. Ljósmynd/Benjamin Viulet

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt verkefni en krefjandi á sama tíma,“ segir Vilhjálmur A. Einarsson, ferðaþjónustubóndi á Oddsparti í Þykkvabæ.

Talsverð uppbygging hefur verið á jörðinni síðasta árið og frekari framkvæmdir eru á teikniborðinu á næstu árum. Vilhjálmur og eiginkona hans, Dana Ýr Antonsdóttir, tóku við rekstri Hlöðueldhússins á jörðinni sumarið 2023 og reistu fljótlega tvö kúluhús sem ætluð voru til útleigu. Skemmst er frá því að segja að kúluhúsin slógu í gegn og nú hafa þau byggt þrjú slík til viðbótar. Ferðaþjónustan er rekin undir nafninu Helja.

Ungir og ævintýragjarnir ferðalangar sækja mikið í kúluhúsin.
Ungir og ævintýragjarnir ferðalangar sækja mikið í kúluhúsin. Ljósmynd/Benjamin Viulet

Uppbókað allan síðasta vetur

„Það var eiginlega uppbókað allan síðasta vetur. Gestir í kúlunum eru mestmegnis ungt fólk með ævintýraþrá sem leigir hjá okkur í gegnum Airbnb. Norðurljósin spila klárlega stóra rullu í þessari upplifun en það er dásamlegt að liggja nánast á jörðinni og horfa til himins,“ segir Vilhjálmur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka