Ákærður fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða

Maðurinn er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás.
Maðurinn er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. mbl.is/Hjörtur

Héraðssaksóknari hefu ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana manns á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti. 

Manninum er gefið að sök að hafa slegið brotaþola fyrirvaralaust inni á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur, að því er segir á vef RÚV. 

Sleppt úr gæsluvarðhaldi í sumar 

Maðurinn er grunaður um að hafa banað Karol­is Zelen­kauskas, sem var 25 ára og frá Lit­há­en. Átök­ sem leiddu til and­láts­ins áttu sér stað aðfaranótt laug­ar­dags­ins 24. júní. 

Mann­in­um sem er sakaður er í málinu var sleppt úr gæslu­v­arðhaldi um mánaðamót­in júní/​júlí þar sem skil­yrði laga um meðferð saka­mála sem lúta að gæslu­v­arðhaldi á grund­velli al­manna­hags­muna, voru ekki tal­in vera til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert