Blóðugur og ógnandi og með almenn leiðindi í Bónus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkuð var um að lögregla hefði afskipti af fólki í misgóðu ástandi í dag.

Kemur fram í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um blóðugan og ógnandi mann sem hafði gengið inn í fyrirtæki. Var maðurinn með sýnilega áverka fyrir ofan auga og á vör.

Átti lögregla erfitt með að skilja manninn sem hafði þó mikið að segja á pólsku en með aðstoð túlks kom í ljós að hann hafði lent í slysi og var komið undir hendur sjúkraflutningamanna.

Reif sig úr að ofan á sokkaleistunum

Var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í matvöruverslun Bónus sem neitaði að yfirgefa verslunina en maðurinn reyndist mjög drukkinn og með almenn leiðindi. Lögregla ók manninum til síns heima.

Þá hafði lögregla afskipti af skólausri konu sem var hlaupandi um úti. Kom í ljós að lögregla þekkti konuna af fyrri afskiptum en talið er að hún hafi verið í geðrofi þar sem hún var bæði óðamála og æst.

Erfitt var að róa hana að fullu og reyndi hún að komast í burtu frá lögreglu á hlaupum og reif sig úr að ofan og baðaði út öllum öngum. Náði lögregla að lokum að koma henni undir hendur heilbrigðisstarfsfólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka