Landskjörstjórn lauk um helgina yfirferð sinni og úrskurðaði um gildi framboðslista fyrir kosningarnar sem fram fara 30. nóvember. Nú hefur Landskjörstjórn birt framboðslistana opinberlega í Lögbirtingablaðinu og á kosningavefnum kosning.is.
Framboðslistar þeirra 11 stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum, utan Sósíalistaflokks, voru samþykktir í öllum kjördæmum án athugasemda. Hjá Sósíalistaflokknum í Suður- og Suðvesturkjördæmum voru listarnir samþykktir með frávikum.
Sjá má framboðslistana í heild sinni, en þeir eru birtir út frá kjördæmum, nafni framboðs og með nafni, kennitölu, starfsheiti og heimilisfangi frambjóðenda.