Jóna Hlíf Halldórsdóttir, forseti bandalags íslenskra listamanna, spurði í pallborði á kosningafundi um skapandi greinar hvort fulltrúar stjórnmálaflokka myndu beita sér fyrir því að hækka listamannalaun á næsta kjörtímabili.
„Að sjálfsögðu,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, sem skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Þetta eru laun sem að duga skammt og ekki nægilega til þess að menn geti einbeitt sér að listinni,“ bætti hann við.
„Frumsköpunin, það að skrifa bók sem síðan verður að leikriti sem verður að kvikmynd eða tölvuleikjum, þetta er svona keðjuverkandi og fyrir hagkerfið alveg frábært. Þannig að við eigum að hækka þessar greiðslur.“
Fyrr í umræðunum hafði Jakob Frímann lýst því að hann hefði barist fyrir fjölgun listamannalauna án árangurs innan Flokks fólksins, sem hann áður tilheyrði. Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, var þó þeirra á meðal sem svöruðu því játandi að þeir myndu beita sér fyrir hækkun listamannalauna.
Aðrir sem voru fylgjandi hærri listamannalaunum voru:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður vildi heldur sjá hagræðingu í yfirbyggingu allra opinberu sjóðanna skila sér til listamanna, en að hækka listamannalaunin. Þá væri skynsamlegt að líta til fyrirkomulags á öðrum Norðurlöndum.