Kröpp lægð slengir inn suðvestan vindröst

Á Vestfjörðum er spáð að vindstig nái upp í 28-32 …
Á Vestfjörðum er spáð að vindstig nái upp í 28-32 m/s og geta hviður farið yfir 50 m/s. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Spáð er vonskuveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi á morgun. Fyrir utan spá um mikla vindhæð kemur kröpp lægð yfir Vestfirði sem mun koma til með að slengja inn suðvestan vindröst yfir norðanverða Vestfirði og Strandir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Segir í tilkynningunni að búast megi við allt að 28-32 m/s síðdegis, ofsaveðri eða fárviðri og hviðum um og yfir 50 m/s.

Í vestanverðum Skagafirði og Eyjafirði er einnig spáð miklum, byljóttum vindi, einkum síðdegis sem spáð er að nái upp í 23-28 m/s.

Appelsínugular viðvaranir taka gildi um allt Norðurland og Vestfirði upp úr hádegi. Fólk er hvatt til þess að ganga frá lausamunum til þess að fyrirbyggja foktjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka