Stefán E. Stefánsson
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur ekki undir þau orð sem tveir oddvitar flokksins hafa látið falla í garð Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra.
Þetta staðfestir hún í ítarlegu viðtali í Spursmálum.
Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa opinberlega, í ræðu og riti kallað eftir því að seðlabankastjóra verði sagt upp störfum. Hafa þau fært fram þau rök að hvorki hann né bankinn njóti trausts þjóðarinnar og að eftir hann liggi „slóð mistaka sem hafa haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar.“
„Nei, þetta er ekki minn málflutningur, nei. En nú ertu hérna að tala við mig og ég ætla ekki að svara fyrir þau.“
En þetta er fólk, sem í kjölsoginu af þér, munu komast inn á Alþingi.
„Það eru margir sem virðast vera í kjölsoginu af mér eins og þú sérð. Eins og Miðflokkurinn til dæmis. Ég sé bara Packman fyrir mér í kjölsoginu.“
Í viðtalinu ræðir Inga meðal annars um orsakir verðbólgunnar sem hún segi að megi ekki síst rekja til lóðaskorts í Reykjavík.
Hún er einnig spurð út í það hvort hið mikla launaskrið á síðustu árum, þar sem launavísitala hefur hækkað um ríflega 40% frá 2019, hafi ekki haft mikil áhrif á vöruverðshækkanir.
Inga vill ekki meina að vinnumarkaðurinn hafi farið fram úr sér í þessu. Vill hún kenna höfrungahlaupi og vöruverðshækkunum um launahækkanir fremur en öfugt.
Orðaskiptin um þetta mál má sjá í spilaranum hér að ofan.
Viðtalið er hins vegar allt aðgengilegt í spilaranum hér að neðan: