Biður fólk um að vera ekki á ferðinni

Það er víða hvasst á landinu í dag.
Það er víða hvasst á landinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Norðurlandi vestra biður fólk til að vera ekki á ferðinni eftir hádegi í dag og fram á kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook en búast má við rigningu og slydduéljum, sér í lagi þegar líða tekur á daginn. Hvassast verður á Ströndum og í Skagafirði. Ætla má að hviður fari allt upp í 40 m/s, en vindur verði að öðru leyti um 30 m/s.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka