Þörf á meira samræmi milli skóla

Þörf er á meiri samræmingu í kennslu milli skóla og innan skóla, að mati Bryndísar Haraldsdóttur, formanns allsherjar og menntamálanefndar.

„Ég hef stundum verið á þeirri skoðun að það þurfi að vera skýrari stjórn á því hvernig er verið að kenna í hverjum og einum skóla,“ segir Bryndís sem telur skólastjórnendur stundum hafa of fá tæki og tól til að stýra því starfi sem á sér stað innan veggja skólans.

Bryndís var gestur Dagmála ásamt Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Á ekki að vera happdrætti

„Ég hef viljað horfa á þetta svolítið þannig að það eigi að liggja fyrir í hverjum skóla – en þeir geta verið með mismunandi áherslur og stefnur hvernig þeir nálgast efnið, hvernig íslenska er kennd eða stærðfræði,“ segir Bryndís.

„Það á ekki að vera einhvers konar lottó eða happdrætti hvort barnið er í þessum bekk eða þessum bekk eða þessum bekk – nákvæmlega hvernig kennslan er. Mér finnst að hún þurfi að vera mjög samræmd.

Ósamræmi milli skóla

Hún rifjaði upp það sem kom fram í máli tveggja skóladrengja á menntaþingi í september.

„Þá voru þeir að kvarta yfir því að það væri svo ofboðslega breytilegt hvernig væri verið að kenna og hvað væri verið að kenna og á hvaða árum væri verið að kenna. Þannig þegar krakkarnir voru að fara á milli skóla þá gátu þeir verið búnir að missa af einhverju vegna þess að það var kennt í þessum bekk hérna og þessum bekk þarna.“

Hún kveðst ekki vilja tala fyrir algjörri miðstýringu en það þurfi engu að síður að ramma betur inn hvað við erum að gera og hvernig.

„Það á ekki að vera einhvers konar lottó eða happdrætti …
„Það á ekki að vera einhvers konar lottó eða happdrætti hvort barnið er í þessum bekk eða þessum bekk eða þessum bekk – nákvæmlega hvernig kennslan er. Mér finnst að hún þurfi að vera mjög samræmd,“ segir Bryndís. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka