„Ég er bara vongóður“

Willum Þór Þórsson heibrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heibrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er bara mjög vongóður. Það er búið að leggja mikla vinnu í að reikna og skoða málin út frá þeim forsendum og kröfum sem eru alveg sanngjarnar um það að bæta aðbúnað og breyttan vinnutíma eins og farið hefur verið í með flestum öðrum stéttum.“

Þetta segir Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra við mbl.is spurður út í kjaradeilu Læknafélags Íslands við ríkið en læknar samþykktu aftur í gær með afgerandi meirihluta að fara í verkfallsaðgerðir sem hefjast 25. nóvember næstkomandi ef ekki semst í deilunni fyrir þann tíma.

„Við þurfum að skoða til ólíkra stofnana. Ég tek dæmi eins og Landspítalann sem er að þjónusta okkur allan sólarhringinn. Þar þarf að manna allar vaktir og það þarf að reikna það inn í dæmið. En við eigum fullt af fólki sem þekkir þetta og kann og er við samningaborðið,“ segir Willum.

Hann segir að samninganefndir beggja aðila séu að leggja sig fram um að ná saman um þann ramma sem samið hafi verið um og hann segist vongóður um að það takist að landa samningi.

„Umræðan hefur verið um boðuð verkföll og þá er það bara er réttur hvers og eins. Við erum á skipulögðum vinnumarkaði og við virðum það. En þetta setur pressu á báða aðila og ég veit að þeir finna til ábyrgðar um að ná saman áður en til verkfalla kemur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka