Einn á slysadeild eftir hópslagsmál

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar vegna hópslagsmála í Breiðholti.  

Málið er í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Ekkert kemur þar frekar fram um slagsmálin.

Alls eru 33 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Innbrot í heimahús og fyrirtæki

Tilkynnt var um innbrot í heimahús í Grafarvogi og er málið í rannsókn.

Tveir einstaklingar voru handteknir grunaðir um innbrot í fyrirtæki í Vesturbænum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Reyndist annar þeirra einnig sviptur ökuréttindum. Málið var afgreitt samkvæmt venju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert