„Eitt andlát af völdum fíkniefna er alltaf einu of mikið“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við þurfum sem samfélag á öllum sviðum nær samfélags, forvarna, skóla, tómstunda og fjölskyldna að snúa bökum saman og vakta þetta eins og við getum.“

Þetta segir Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra við mbl.is spurður út í tölur Landlæknisembættisins um að andlát af völdum fíkniefna á síðasta ári hafi verið 56 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Þar af voru 15 sjálfsvíg, eða vísvitandi sjálfseitranir.

„Eitt andlát af völdum fíkniefna er alltaf einu of mikið og kallar á viðbrögð. Við höfum sannarlega gert það. Stjórnvöld fóru í mikið viðbragð. Við höfum aukið viðhaldsmeðferðir og farið í aðgerðir að dreifa Naloxone úðanum sem er  bráðaviðbragð við öndunarstoppi,“ segir Willum Þór við mbl.is.

Hann segir að búið sé að opna staðbundin neyslurými og semja við RLE, rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem heyrir undir heilbrigðissvið Háskóla Íslands, um að rauntímavakta í gegnum skólpið hvaða efni séu í gangi.

Efnin alltaf að verða harðari

„Þessi heimur er að verða flóknari. Efnin eru alltaf að verða harðari  Ungir krakkar eru að fikta við þessi efni sem eru stórhættuleg,“ segir heilbrigðisráðherrann.

Hann segir að þegar komi að tölunum þá verði að nýta þær til þess að átta sig á því hvað sé í gangi hverju sinni. Hann segir að það geti orðið sveiflur og það beri að fara að varúð í að draga of víðtækar ályktanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert