Hætt við að fækka áramótabrennum

Borgarbúar þurfa ekki að örvænta þessi áramótin og geta skundað …
Borgarbúar þurfa ekki að örvænta þessi áramótin og geta skundað á brennu í sínu hverfi. mbl.is/Brynjar Gauti

Hætt hefur verið við að fækka áramótabrennum í Reykjavíkum næstu áramót úr tíu í sex líkt og umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafði áður samþykkt.

Ráðið ákvað að afturkalla tillögu um fækkun áramótabrenna eftir hvatningu frá íbúum. Áfram verða því tíu brennur á gamlárskvöld, líkt og síðustu ár.

Í fundargerð kemur fram að skoða eigi hvernig hægt verði að mæta athugasemdum viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar. 

Leggja til samráð um staðsetningar

Greint var frá því á mbl.is í síðustu viku að ákvörðun um að fækka brennum hefði verið tekin vegna beiðna frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti. Þar sem ógn væri talin standa af brennunum.

Í tillögu sem fylgir fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs er lagt til að samráð verði haft við íbúa og viðbragðsaðila á næsta ári um staðsetningar til lengri tíma litið og þá ræddar mögulegar nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til að mæta sjónarmiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka