Þrír réðust að einum

Lögregla handtók tvo vegna málsins.
Lögregla handtók tvo vegna málsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta voru þrír aðilar sem að réðust á einn,“ segir Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um hópslagsmál sem urðu fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt.

Tveir voru handteknir vegna málsins en segir Heimir að þriðji gerandinn hafi verið búinn að yfirgefa vettvanginn er lögreglu bar að garði.

Mögulegt nefbrot og handbrot

Upplýsir hann að atvikið hafi átt sér stað um þrjúleytið á Lækjargötu og að þolandinn hafi verið færður á sjúkrahús í kjölfarið.

Ekki er alveg vitað um meiðsli þolandans en segir Heimir að um gæti þó verið að ræða nefbrot og handbrot.

Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu.

Árásin átti sér stað á Lækjargötu.
Árásin átti sér stað á Lækjargötu. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert