Setti vörur í rangan bíl sem var svo ekið af stað

Irmý vekur athygli á þessu óhappi í færslu á Facebook.
Irmý vekur athygli á þessu óhappi í færslu á Facebook. mbl.is/Styrmir Kári

Irmý Rós Þorsteinsdóttir lenti í óheppilegum ruglingi þegar hún gerði sér ferð í Skeifuna í gær. Hún hafði keypt vörur í Módern í Faxafeni og ætlað sér að geyma nokkra kassa inni í bíl á meðan hún stökk inn í aðra verslun, en þegar hún gekk aftur út var bíllinn horfinn.

Bíllinn var nefnilega ekki hennar, heldur hafði hún í fljótfærni ruglast á ökutækjum og lagt kassana í aftursæti annarra manna bifreiðar sem líktist hvítum Polestar-bíl Irmýjar.

Hún vekur athygli á þessu óhappi í færslu á Facebook, þar sem hún leitar nú að eiganda bílsins sem ók af stað, mögulega ómeðvitaður um kassana tvo sem höfðu birst í aftursætinu.

„Þetta eru tveir kassar og ágætis verðmæti þannig að það myndi gleðja okkur ansi mikið að þessu yrði skilað,“ skrifar hún í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka