Ekið á kindur og partý sem fór úr böndunum

Ljósmynd/Colourbox

Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurlandi um helgina en að sögn lögreglu voru tæplega 150 mál skráð, þar af sjö umferðarslys. Í einu tilfellinu var ekið á sjö kindur, sem drápust allar.

Lögreglan tekur fram í færslu sem hún birti á Facebook, að ekki hafi verið um alvarleg slys á fólkið að ræða en í einu tilfellinu var ökumaður grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda.

Þar að auki bárust þrjár tilkynningar um að ekið hefði verið á bifreið án þess að tilkynna það.

Lögreglan segir jafnframt, að átta ökumenn hafi verið kærðir fyrir að aka of greitt og mældist sá sem hraðast ók á 124 km hraða. 

Lögreglan kölluð að heimili vegna hópslagsmála

Þá greinir lögreglan frá því að hún hefði verið kölluð til að heimili vegna hópslagsmála.

„Þar virðast nokkrir aðilar í partýi hafa tekist á og er málið til rannsóknar,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka