Gagnast á þriðja hundrað manns í kosningunum

Þórunn Sveinbjarnardóttir. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, reiknar með því að í vikunni verði samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði nefndarinnar sem er ætlað að gefa íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir erlendis möguleika á að kjósa í komandi alþingiskosningum.

Vegna þess að kosningarnar verða haldnar á óhefðbundnum tíma ákvað nefndin að leggja til þetta ákvæði. Í því felst að fólkið sem um ræðir þarf að vera búíð að skrá sig eigi síðar en mánudaginn 18. nóvember ætli það að fá að kjósa í kosningunum.

Miðað hefur verið við að fólk kæri sig inn á kjörskrá fyrir 1. desember ef um vorkosningar árið eftir hefur verið að ræða. Slík skráning myndi þá gilda í fjögur ár en þessar breytingar voru gerðar fyrir rúmum þremur árum síðan.

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Sigurður Bogi

Verði dreift á þingfundi í dag

„Nú háttar svo til að kosningarnar eru 30. nóvember. Fólk sem hefur skráð sig til leiks frá 1. desember síðastliðnum hefði fengið skráninguna daginn eftir, en kosningarnar eru á óhefðbundnum tíma og þá var ekki annað að gera en að taka á því með því að leggja til bráðabirgðaákvæði,” greinir Þórunn frá í samtali við mbl.is en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í morgun.

„Stóri punkturinn er að það kom fram í umfjöllun nefndarinnar í morgun að hér væri um á þriðja hundrað manns að ræða. Ef við værum ekki að leggja til þetta bráðabirgðaákvæði værum við að koma í veg fyrir að það fólk gæti kosið,“ segir Þórunn, sem býst við því að ákvæðinu verði dreift á þingfundi í dag.

Gerir hún jafnframt ráð fyrir því að reynt verði að flýta afgreiðslu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert