Hitinn gæti náð 20 gráðum á norðaustanverðu landinu í dag en gular viðvaranir vegna veðurs verða á Breiðafirði, Vestfjörðum á Ströndum og Norðurlandi vestra í dag.
Í hugleiðinum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að í dag nálgist lægð úr suðvestri. Það gengur í nokkuð hvassa sunnanátt, jafnvel storm norðvestanlands. Hitaskil lægðarinnar fara norður yfir landið og rignir væntanlega drjúgt úr þeim.
Seint í dag dregur úr vætu og styttir alveg upp á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög hlýtt loft kemur með lægðinni og gæti hiti náð hátt í 20 stig á norðaustanverðu landinu.
Á morgun verður hvassviðri eða stormur með hlýju veðri og rigningu, einkum sunnan- og vestanlands. Dregur heldur úr vindi með skúrum og kólnandi veðri seinnipartinn, fyrst vestan til.