Vetrarþjónusta vega á Vestfjörðum er sú allra slakasta á landinu og engin fordæmi fyrir styttri þjónustutíma vega í neinum öðrum landshluta. Þetta fullyrðir Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð í aðsendri grein hér í blaðinu í dag.
Segir hún ekki vera við Vegagerðina að sakast hvað þetta varðar heldur séu ákvarðanir um þjónustuna teknar annars staðar og fjármunir séu naumt skammtaðir.
Hún segir að miklir fjármunir hafi sannarlega verið lagðir í samgöngubætur á Vestfjörðum síðustu ár en betur megi ef duga skal og þrátt fyrir samgöngubætur sé fjórðungurinn enn mikill eftirbátur annarra landshluta, bæði þegar kemur að samgöngubótum og þjónustu á vegum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag