Jákvæðari horfur hjá læknum

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. Morgunblaðið/Eggert

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að enn sé eftir að boða nýjan fund í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga en síðasti fundurinn í deilunni var á fimmtudag þar sem viðræður strönduðu og ekki var talin ástæða til að boða til annars fundar.

„Ég átti síðast fund með forsvarsmönnum deiluaðila á fimmtudaginn og þá var það sameiginlegt mat þeirra að það væri ekki ástæða til að boða til fundar að svo stöddu,“ segir hann en hann geri ráð fyrir því að verða í sambandi við forsvarsmenn KÍ í dag.

Spurður hvort viðræður hefðu þá strandað á fundinum segir Ástráður svo vera. „Já, það er þannig. Við eyddum vikunni þar áður í að finna nýja fleti á málinu og nálgast það með nýjum aðferðum og vorum að reyna að fóta okkur á einhverjum hugmyndum, en það hefur ekki enn þá leitt til þess að menn finni einhvern flöt á málinu.“

Fundaði með læknum á laugardaginn

Horfur eru öllu jákvæðari í viðræðum samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands, en Ástráður fundaði með læknum á laugardag og mun funda með þeim aftur í dag. Hann segir þó viðræðurnar, eðli sínu samkvæmt, vera mjög flóknar. Verið sé að vinna að umtalsverðum breytingum og ekki gildi eitt um alla innan stéttarinnar.

Hann segir það hafa hjálpað viðræðunum að undirbúningur þeirra hafi verið í vinnslu í um sjö mánuði og menn hafi þá gefið sér talsvert lengri tíma til viðræðna við ríkissáttasemjara en KÍ. „Þeir koma mjög seint til okkar, þá nánast um það leyti sem þeir eru búnir að boða verkföll, þannig að það hefur ekki gefist eins mikill tími við undirbúning kjarasamningsgerðar.“ geir@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka