Mikill bati í grunnrekstrinum

Íbúafjöldi í Garðabæ náði 20 þúsund síðasta sumar.
Íbúafjöldi í Garðabæ náði 20 þúsund síðasta sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar er ánægður með fjárhagsáætlunina hjá sveitarfélaginu fyrir næsta ár. Góð þjónusta verði veitt og fjárhagurinn sé traustur á sama tíma.

„Tveir þættir skipta mestu máli í því. Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var mjög aðhaldssöm hjá okkur. Við erum að vinna í hagræðingu sem við sjáum að er að skila sér. Við njótum þess einnig að hafa lagt mikið í þjónustuna undanfarin ár hvað varðar útgjöld en tekjurnar vegna íbúafjölgunar eru að styrkjast núna,“ segir Almar en í sveitarfélaginu eru nú rúmlega 20 þúsund manns með lögheimili.

„Fjölgunin í bænum hefur verið töluvert mikil og útgjöld og tekjur hækka þar af leiðandi. Útgjöldin sem því fylgja hafa verið minni síðustu mánuðina en tekjurnar skila sér í gegnum hefðbundið útsvar og fasteignaskatta. Segja má að yngra fólk sé að flytja í bæinn en áður. Mikil fjölgun hefur orðið á yngstu borgurunum og leikskólamálin eru því umfangsmeiri. Við erum í miklum framkvæmdum og fjárfestingum í uppbyggingu á skólum og fleiru. Hvað íbúðarhúsnæði varðar erum við bæði að byggja fjölbýli og sérbýli í sveitarfélaginu.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert