Myndir: Handritin fengu lögreglufylgd í Eddu

Frá vinstri: Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Lilja Alfreðsdóttir og Guðvarður …
Frá vinstri: Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Lilja Alfreðsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugsson virða fyrir sér handrit í Eddu. mbl.is/Eyþór

Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnagarði yfir í Eddu – Hús íslenskunnar fyrr í dag.

Þar verða þau til sýnis næstu mánuði sem hluti af sýningu um heimsmynd miðaldamanna.

Kassar plastaðir vegna rigningar

Handritunum hafði verið pakkað ofan í kassa, sem voru plastaðir vegna rigningarinnar sem var úti.

Þeim var síðan ekið yfir í Eddu í sendiferðabíl, sem naut lögreglufylgdar, að sögn Guðvarðs Más Gunnlaugssonar, rannsóknarprófessors og sviðsstjóra menningarsviðs hjá Árnastofnun, sem bætir við að allt hafi gengið eins og í sögu. 

Handritin voru flutt í lögreglufylgd yfir í Eddu.
Handritin voru flutt í lögreglufylgd yfir í Eddu. mbl.is/Eyþór

Ánægður ráðherra

Eftir að handritin voru komin yfir í Eddu tók Guðvarður Már upp úr kassa Flateyjarbók, miðaldahandrit með Snorra Eddu og miðaldahandrit með Margrétar sögu og fór með upp í handritalessal til að sýna Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, og öðrum sem voru þar viðstaddir.

„Ég sá ekki betur en að Lilja væri mjög ánægð og hamingjusöm með þetta. Við erum það líka. Þetta eru ákveðin tímamót, fyrstu handritin komin til Eddu og komin til að vera,“ segir Guðvarður Már. 

mbl.is/Eyþór

Afgangurinn af handritunum verður fluttur síðar yfir í Eddu þegar rétti tíminn kemur.

„Þetta eru margir kassar og margar ferðir,“ bætir hann við.

Lilja Alfreðsdóttir skoðar handrit í Eddu.
Lilja Alfreðsdóttir skoðar handrit í Eddu. mbl.is/Eyþór
Guðrún ræðir við fjölmiðla.
Guðrún ræðir við fjölmiðla. mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert