Nýir eigendur Pylsuvagnsins

Mæðgurnar Þórdís Sólmundsdóttir og Ingunn til vinstri. Hægra megin Fjóla …
Mæðgurnar Þórdís Sólmundsdóttir og Ingunn til vinstri. Hægra megin Fjóla og Snorri, sem eru nýir eigendur Pysluvagnsins.

„Við erum fyrst og fremst að fjárfesta í vel reknu fyrirtæki og einu helsta kennileitinu hér á Selfossi,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir á Selfossi.

Fyrir helgina var gengið frá sölu á Pylsuvagninum þar í bæ sem Ingunn Guðmundsdóttir hefur átt og rekið í áratugi. Staðurinn nýtur vinsælda og er fjölsóttur, enda þykja skyndiréttirnir sem þar eru seldir hafa sitt sérstaka bragð og gæði.

Má þar nefna pylsur, samlokur, hamborgara og margvíslegt annað góðmeti. Opnunartíminn er langur og fáir snúa svangir frá.

Nýir eigendur taka við rekstrinum um næstkomandi áramót. 

Umfjöllunina í má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka