Yfir 37% segja að Kristrún væri best

Kristrún Frostadóttir nýtur mun meira trausts meðal almennings heldur en …
Kristrún Frostadóttir nýtur mun meira trausts meðal almennings heldur en aðrir stjórnmálaforingjar þegar kemur að þessum tveimur ráðuneytum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega 27% landsmanna telja að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, væri besti forsætisráðherrann samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Enn fleiri telja að hún væri besti fjármála- og efnahagsráðherrann.

Þetta kemur fram í könnun Maskínu.

37,4% svarenda í könnuninni telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann á sama tíma og um 14% telja að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, væri besti fjármálaráðherrann.

Þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, en 9,5% telja að hann væri besti fjármálaráðherrann. Aðrir formenn mælast með undir 6%.

Þorgerður á eftir Kristrúnu

Eins og fyrr segir þá telja flestir að Kristrún væri besti forsætisráðherrann, eða 27,3%. Þar á eftir telja 21,3% svarenda að Þorgerður Katrín væri besti forsætisráðherrann og 13,6% telja að Sigmundur Davíð væri besti forsætisráðherrann.

10,3% svarenda telja að Bjarni væri besti forsætisráðherrann en 6,6% segja hið sama um Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknar.

Heildarfjöldi þátttakenda í könnuninni var 1.454.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert