„Grátlega farið með almannafé“

Unnið að endurbótum á Náttúruminjasafni Íslands.
Unnið að endurbótum á Náttúruminjasafni Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvissa er um hvenær verður af opnun nýrra höfuðstöðva Náttúruminjasafns Íslands á Seltjarnarnesi.

Framkvæmdir standa yfir við endurbætur og lagfæringar á húsinu sjálfu en fjármögnun fyrir hönnun og framleiðslu sýningarinnar í húsinu hefur ekki verið tryggð.

Hollenskt fyrirtæki sem varð hlutskarpast í hönnunarsamkeppni hefur farið fram á skaðabætur eftir að menningar- og viðskiptaráðuneytið bað um að hönnunin yrði sett á ís í þrjá mánuði í sumar.

„Við vitum ekki hvað við eigum að gera á þessu stigi en einn kostanna er að fresta framleiðslunni. Þá koma vitaskuld til frekari skaðabótakröfur af hálfu þessa fyrirtækis. Þetta er auðvitað ekki viðunandi umhverfi til að vinna í og grátlega farið með almannafé,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. 

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert