Slysið alvarlegt: Upplýsingar um líðan liggja ekki fyrir

Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang.
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan rannsakar tildrög umferðarslyss sem varð í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi.

Í dagbók lögreglu segir að slysið hafi verið alvarlegt en að upplýsingar um líðan þess slasaða liggi ekki fyrir.

Slysið varð um kvöldmatarleytið í gær og eins og mbl.is greindi frá í gær voru tveir sjúkrabílar sendir á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert