Lögregluaðgerð á Ísafirði

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Fjölmenn lögregluaðgerð var á Ísafirði um klukkan fimm í gær.

Samkvæmt heimildum mbl.is var aðgerðin við Stjórnsýsluhús Ísafjarðar en byggingin hýsir bæði stofnanir og fyrirtæki.

Helgi Jensson, lögreglustjóri Vestfjarða, kvaðst ekki vilja tjá sig um aðgerðina þegar mbl.is leitaði upplýsinga hjá embættinu og sagði embættið munu tjá sig síðar um málið.

Þá hefur Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfest að sérsveitin hafi ekki tekið þátt í aðgerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert