Slökkviliðið á Bessastöðum með Birni

1. desember er ekki einungis fullveldisdagur Íslendinga heldur einnig dagur …
1. desember er ekki einungis fullveldisdagur Íslendinga heldur einnig dagur reykskynjarans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðsmenn héldu á fund forsetamaka á Bessastöðum í morgun ásamt forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og afhentu honum nýjan reykskynjara.

1. desember er nefnilega ekki einungis fullveldisdagur Íslendinga heldur einnig dagur reykskynjarans.

Í tilefni dagsins, sem fellur á sunnudegi í ár, tók Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur, á móti slökkviliðsmönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Hermanni Jónassyni forstjóra HMS til að minna á mikilvægi reykskynjarans, sem bjarga fjölda mannslífa á ári hverju.

Í tilefni dagsins á sunnudaginn afhenti slökkviliðið Birni nýjan reykskynjara.
Í tilefni dagsins á sunnudaginn afhenti slökkviliðið Birni nýjan reykskynjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Saga og menningararfur

Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og af því tilefni eru landsmenn hvattir til að huga að virkni sinna reykskynjara – í raun ódýrasta líftryggingin.

Slökkviliðsmenn ræddu við Björn um mikilvægi eldvarna á heimilum landsins, þar á meðal á Bessastöðum enda mikill menningararfur og saga sem standa þarf vörð um þar og í kring.

Björn Skúlason eiginmaður forseta hugar að virkni reyksynjara á Bessastöðum …
Björn Skúlason eiginmaður forseta hugar að virkni reyksynjara á Bessastöðum með skóhorni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægir punktar varðandi reykskynjara:

• Reykskynjarar eru nauðsynlegir í öllum rýmum heimilisins
• Mikilvægt er að staðsetja þá sem næst miðju lofts
• Prófið virkni reykskynjarans að lágmarki einu sinni á ári
• Mikilvægt er að allir þekki flóttaleiðir á sínu heimili og að þær séu greiðfærar
• Hafið slökkvitæki tiltækt á flóttaleiðinni

Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og af því tilefni …
Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og af því tilefni eru landsmenn hvattir til að huga að virkni sinna reykskynjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert