Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra rýndi í stöðuna í stjórnmálunum í nýjasta þætti Spursmála nú þegar innan við sólarhringur er í að kjörstaðir verði opnaðir. Honum til fulltingis var Björt Ólafsdóttir fyrrverandim ráðherra, sem hefur ýmsa fjöruna sopið í pólitíkinni, meðal annars óvænt stjórnarslit árið 2017.
Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag. Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.
Í þættinum var Geir spurður út í nýja ævisögu sem hann hefur gefið út. Þar fjallar hann meðal annars um örlagadagana í október 2008 þar sem hann leiddi þjóðina í gegnum einn mesta ólgusjó sem brotið hefur á samfélaginu fyrr og síðar. Hvernig var Geir innanbrjósts þegar hann ávarpaði þjóðina og bað Guð að blessa Ísland?
Í síðari hluta þáttarins mættu stöllurnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir. Þær halda úti hlaðvarpinu Komið gott, og þær eru þekktar fyrir hispurslausa umræðu og vægðarleysi gagnvart því fólki sem er til umfjöllunar hverju sinni. Hver veit nema þær snúi taflinu við á vettvangi Spursmála.
Fylgstu með líflegri og upplýsandi samfélagsumræðu í Spursmálum hér á mbl.is.