Gefur Icelandair aukin tækifæri

Ný flugbraut í Nuuk gefur færi á byltingu í flugsamgöngum.
Ný flugbraut í Nuuk gefur færi á byltingu í flugsamgöngum. AFP/James Brooks

Aðstæður fyrir flugsamgöngur til og frá Grænlandi hafa tekið stakkaskiptum eftir að ný flugbraut var lögð við flugvöllinn í Nuuk, en fyrsta farþegaþotan lenti þar á fimmtudag.

„Þetta er risaáfangi fyrir Grænlendinga og gefur okkur einnig aukin tækifæri til að þjónusta okkar flugfarþega með fleiri tengimöguleikum. Þetta eru spennandi tímar,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs hjá Icelandair, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Icelandair hyggst fljúga til Nuuk næsta sumar frá Keflavík með Boeing 737 MAX8-vélum og hefur samið við Air Greenland um samtengingu á flugi milli félaganna. Tómas segir mikilvægt fyrir Icelandair að geta tengt Nuuk við leiðakerfi félagsins frá Keflavík til Evrópu og N-Ameríku.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert