Ísland yrði ekki undanskilið í stríði

Bandarísk kafbátaleitarflugvél af gerðinni P-8 Poseidon æfir aðflug á Akureyri, …
Bandarísk kafbátaleitarflugvél af gerðinni P-8 Poseidon æfir aðflug á Akureyri, en fjöldi slíkra véla er hér. mbl.is/Árni Sæberg

Árásarstríð Rússlands í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum veldur því að Ísland stendur nú frammi fyrir gerbreyttu landslagi í varnarmálum.

Arnór Sigurjónsson
Arnór Sigurjónsson

Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, segir þörf á sérstöku varnarmálaráðuneyti og varnarmálanefnd á Alþingi. Taka verði málaflokkinn af mun meiri alvöru, einkum í ljósi þeirrar eldfimu stöðu sem uppi er í Evrópu.

Brjótist út vopnuð átök utan landamæra Úkraínu segir Arnór landfræðilega legu Íslands gera landið að beinum þátttakanda í stríðinu, hvort sem Íslendingum líki það betur eða verr. Lega landsins sé „mjög mikilvæg“ fyrir eftirlit með umferð skipa og kafbáta auk birgðaflutninga frá Norður-Ameríku og Kanada til Evrópu. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert