Flokkur fólksins fær tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður á kostnað Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýjustu tölum úr kjördæminu. Lokatölur frá Reykjavíkurkjördæmi suður voru einnig uppfærðar sem hefur áhrif á röðun uppbótarþingmanna.
Samkvæmt þessum tölum verður Sjálfstæðisflokkurinn með tvo þingmenn í kjördæminu, báða kjördæmakjörna, en missir Brynjar Níelsson sem uppbótarþingmann. Flokkur fólksins fær hins vegar þann uppbótarþingmann og er Marta Wieczorek sem kemur þar með inn.
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í kjördæminu með 26,1% og lækkar úr 27% í fyrri tölum. Það hefur hins vegar ekki áhrif á fjölda þingsæta og fær flokkurinn fjóra, þar af einn uppbótarþingmann.
Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 17,4%, en hafði áður verið með 17,8%. Viðreisn bætir lítillega við sig og fær 16,3% en var með 16,1%.
Flokkur fólksins hækkar nokkuð og er með 11,9% en hafði verið með 11% og Miðflokkurinn hækkar úr 8,4% í 8,9%.Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni í kjördæminu.