Spursmál á Hilton: Hvernig mun ný stjórn líta út?

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Þarna fagnar hún …
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Þarna fagnar hún ásamt formanni flokksins, Ingu Sæland. mbl.is/Karítas

Kosningauppgjör Spursmála fer fram á Hilton Reykjavik Nordica í kvöld. Þar verður dregin upp skýr mynd af þeim valkostum sem í boði eru við stjórn landsins næstu fjögur árin.

Inga Sæland boðar komu sína

Meðal gesta þar verður Inga Sæland sem leitt hefur Flokk fólksins til áhrifa í íslensku samfélagi. Flokkurinn bætir við sig fjórum þingsætum og eru þau nú 10 talsins. 

Meðal annarra gesta eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem einnig stendur uppi sem sigurvegari kosninganna með 11 þingsæti. Flokkur hennar var með 5 þingsæti að loknum kosningunum 2021.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er gestur Stefáns Einars í kosningauppgjöri Spursmála …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er gestur Stefáns Einars í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Horfir hún til hægri eða vinstri?

Hvort hyggst Þorgerður líta til hægri eða vinstri um mögulegt stjórnarsamstarf? Vill hún vinna með Ingu Sæland eða horfir hún fremur til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar?

Þá mætir Snorri Másson á svæðið en hann tekur nú sæti á alþingi í fyrsta sinn. Það gerir hann fyrir Miðflokkinn sem lengi var talið að myndi sópa til sín fylgi á hægri væng stjórnmálanna. Niðurstaðan er að flokkurinn fékk átta þingsæti og bætir við sig fimm.

Kosningauppgjörið hefst klukkan 20 en húsið opnar klukkan 19. Kaldur á krana og stemning í húsinu.

Miða er hægt að nálgast á tix.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert