Stefán Einar Stefánsson
Inga Sæland gæti hugsað sér að taka við embætti fjármálaráðherra. Einnig gætu kraftar hennar nýst vel í félagsmálaráðuneyti og jafnvel dómsmálaráðuneyti. Eitt ráðuneyti heillar hana þó alls ekki.
Það er utanríkisráðuneytið.
Þetta kemur fram í áhugaverðu viðtali við Ingu sem tekið var við kosningauppgjör Spursmála frammi fyrir fullum sal á Reykjavik Hilton Nordica.
Þar er einnig slegið á létta strengi og spurt hvort Inga hafi ekki alveg örugglega gilt vegabréf þótt utanríkisráðuneytið freisti hennar ekki.
Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan.
Viðtalið við Ingu má sjá í heild sinni hér að neðan en hún var gestur uppgjörsins ásamt Andrési Magnússyni, fulltrúa ritstjóra á Morgunblaðinu. Síðar í þættinum mættu þau til leiks, Snorri Másson, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála.