Hiti og kuldi skiptu nóvember í tvennt

Gífurlegt vatnsveður var á Vestfjörðum um miðjan mánuðinn og aurskriður …
Gífurlegt vatnsveður var á Vestfjörðum um miðjan mánuðinn og aurskriður lokuðu þar vegum um tíma. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Tíðarfar í nýliðnum nóvember var mjög tvískipt. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar. Óvenjuleg hlýindi voru á öllu landinu fyrri hluta mánaðarins. Á mörgum veðurstöðvum hefur meðalhiti þessara fyrstu 14 nóvemberdaga aldrei mælst eins hár.

Mjög hlýjar og tiltölulega hvassar sunnanáttir voru allsráðandi þessa daga, með vætutíð sunnan- og vestanlands, en þurru og hlýju veðri á Norður- og Austurlandi. Um miðjan mánuðinn snerist svo í norðanáttir. Þá kólnaði hratt á landinu og var hiti vel undir meðallagi út mánuðinn. Þá var þurrt á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomusamt og töluverð snjóþyngsli á Norður- og Austurlandi.

Meðalhiti í Reykjavík í nóvember var 1,7 stig. Það er 0,5 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 1,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Raðast mánuðurinn í sæti 74 af 154 mældum nóvembermánuðum.

Á Akureyri var meðalhitinn 0,9 stig, 0,2 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 0,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Fer hann í sæti 48/49 af 144 mældum mánuðum. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 1,7 stig og 2,1 stig á Höfn í Hornafirði.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka