Var hafnað en er samt á lista: „Aldeilis hissa“

Svavar Knútur kveðst hissa.
Svavar Knútur kveðst hissa. Árni Sæberg

Íslenski tón­list­armaður­inn Svavar Knút­ur Kristinsson fékk bréf frá stjórn Listamannalauna um að hann fengi ekki listamannalaun fyrir árið 2025. Í dag var listinn í heild sinni birtur og þar er hann þó nefndur.

Frá þessu greinir Svavar Knútur á facebook.

„Nú er ég aldeilis hissa. Ég hafði fengið bréf frá stjórn listamannalauna um að ég fengi ekki styrk til verkefnanna sem ég sótti um. Svo er maður bara á listanum sem er birtur í dag? Gaman að því. Mikil gleði og þakklæti,“ skrifar hann.

Fær laun í þrjá mánuði

Tilkynnt hefur verið hverjir fái lista­manna­laun fyr­ir árið 2025. Alls er um 251 ein­stak­ling að ræða og laun­in verða 560.000 krón­ur á mánuði.

Fjöldi um­sækj­enda var 1.339 þar af 1.223 ein­stak­ling­ar og 116 sviðslista­hóp­ar.

Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins fær Svavar listamannalaun í þrjá mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert