Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tæplega þrjá mánuði og formaður flokksins hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að hann muni gefa kost á sér aftur.
Þetta kemur fram í samtali Bjarna Benediktssonar, formanni Sjálfstæðisflokksins, við mbl.is.
„Já, það var búið að fastsetja hann í lok febrúar, byrjun mars,“ segir Bjarni spurður að því hvort að tímasetningin haldi.
Landsfundur var boðaður áður en boðað var til kosninga og mun hann fara fram 28. febrúar til 2. mars.
Á fundinum er forysta flokksins kosin, auk þess sem fundurinn kýs stjórnir málefnanefnda sem halda utan um málefnastarf flokksins á milli landsfunda.
Ert þú búinn að ákveða hvort að þú gefir kost á þér aftur?
„Nei. Ég ætla bara bíða með allar yfirlýsingar um þá hluti. Nú bara sjáum við hvernig spilast úr stöðunni í dag,“ segir Bjarni og vísar í stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.
Bjarni hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009.