Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna áreksturs tveggja bifreiða sem varð austan Seljalandsfoss á Suðurlandsvegi.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Rúv greindi fyrst frá.

Ásgeir gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert