Það gengur í hvassa sunnan átt með vætu og það hlýnar upp á efstu heiðar um land allt í nótt og á morgun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar en þar sem að vegir verði flughálir á meðan snjó og klaka leysir.
Það bætir svo í vind seinni partinn á morgun og annað kvöld með vindhviðum yfir 35 m/s í vindstrengjum um norðvestanvert landið, allt frá Snæfellsnesi og austur að Skjálfanda.