Aðgerðum björgunarsveita við Kerlingafjöll lokið

Snjóbíll slysavarnarfélagsins.
Snjóbíll slysavarnarfélagsins. Ljósmynd/Landsbjörg

Aðgerðum björgunarsveita á Kerlingarfjöllum er lokið en þær voru kallaðar út snemma í morgun þar sem hópur fólks í fimm jeppabifreiðum hafði lent í vandræðum og setið fast fyrir austan hótelið á Kerlingarfjöllum í rúman sólarhring.

„Þetta leystist hratt og örugglega þegar björgunarsveitirnar komu á staðinn. Það tókst að losa bílanna og það eru allir á leið í bæinn,“segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnarfélaginu Landsbjörg, við mbl.is.

Fólkið var á vel útbúnum bílum en vistir og eldsneyti voru af skornum skammti. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu fóru á staðinn á stórum bílum og voru einnig með snjóbíla með í för.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert