Áttu saman fund fyrir hádegi

Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í þinghúsinu.
Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í þinghúsinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins áttu fund þrjár saman fyrir hádegi í dag. 

Þetta segir Ólafur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

Í kjölfar þess fundar bættust við aðrir gestir og funda formennirnir nú sameiginlega í stærri hóp.

Formennirnir funduðu ekki í gær en þeir hitt­ust aftur á móti á fundi heima hjá Ingu á laug­ar­dag og héldu þar viðræðunum áfram.

Uppfært 14.24

Upphaflega sagði að formennirnir væru nú að funda hver í sínu lagi. Hið rétta er að þeir eru að funda saman áfram en nú í stærri hóp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert