Eiga von á sekt vegna stöðubrota

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Hari

Lögreglan var með eftirlit með lagningu ökutækja í borginni og eiga nokkrir von á sekt vegna stöðubrota.

Tilkynnt var um umferðarslys í hverfi 108 í Reykjavík og voru einhverjir flutti á slysadeild. Ekki er vitað um líðan þeirra.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gærkvöldi til 5 í morgun. Alls eru 29 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Þjófnaður í hverfi 105

Lögreglunni barst tilkynning um þjófnað í hverfi 105 og er málið í rannsókn.

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir ökumenn handteknir

Tveir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni í Hafnarfirði og Garðabæ grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Þeir voru látnir lausir eftir blóðsýnatöku.

Tilkynnt var um umferðarslys í Grafarholti en engin slys urðu á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert