Lögreglubifreið í útkalli við Skóga á Suðurlandi valt í nótt.
Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, segir bifreiðina hafa verið í útkalli vegna vatnavaxta við Skóga.
Þar hafi allt verið á floti og að grafist hafi undan veginum.
Lögreglumaðurinn hafi verið að snúa við og bíllinn oltið við það. Viðkomandi slapp án meiðsla.