Nokkrir á slysadeild eftir tvö óhöpp

Sjúkrabíll á ferðinni.
Sjúkrabíll á ferðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðaróhapp sem varð við Höfðabakkabrú um hálfsexleytið í morgun.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki nánari upplýsingar um hvað gerðist eða um meiðsl ökumannsins.

Árekstur á Miklubraut

Fleiri en einn voru fluttir á slysadeild þegar árekstur varð á Miklubraut til móts við hús Hjálpræðishersins um eittleytið í nótt. Varðstjórinn hefur heldur ekki upplýsingar um meiðsl þeirra sem voru fluttir á sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert