Vara við hvössum vindhviðum í kvöld

Vindaspá Veðurstofu kl. 23 í kvöld.
Vindaspá Veðurstofu kl. 23 í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Vegagerðin varar við hvössum vindhviðum í kvöld. 

Búast má við um 35 m/s þvert á veg um austanvert landið, til dæmis í Öræfum, og einnig vestan til í Eyjafirði áður en dregur úr vindi í nótt.

Víða verða um 10-18 m/s síðla dags og skúrir eða él á vestanverðu landinu.

Gengur svo í hvassa vestanátt á norðaustanverðu landinu eftir klukkan 18 í kvöld með snörpum vindhviðum við fjöll.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að búast megi við hægari suðvestanátt á morgun, um 5-13 m/s síðdegis. Fyrir austan verður um 0 til 5 stiga frost og léttskýjað. Skýjað verður með köflum vestanlands og búast má við hagléli fram eftir degi. Hiti verður um eða yfir frostmarki.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka