Fjórir fyrrverandi alþingismenn hafa sótt um að verða sendiherra. Alls bárust 52 umsóknir um stöðu sendiherra sem auglýst var 26. nóvember en umsóknarfrestur rann út 10. desember síðastliðinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Þeir fyrrverandi þingmenn sem sóttu um sendiherrastöðu koma úr röðum Pírata, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, er formaður Íslandsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og hefur mikið unnið á alþjóðlegum vettvangi.
Tveir píratar sækja um stöðu sendiherra
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sótti líka um stöðuna, en hún hefur meðal annars verið varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins.
Flokksbróðir hennar, Gísli Rafn Ólafsson, sótti um stöðu sendiherra, en hann var áheyrnarfulltrúi í utanríkismálanefnd.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknar á árunum 2007-2016, sótti einnig um stöðuna.
Fréttamaður á RÚV vill stöðuna
Ólöf Ragnarsdóttir, fréttamaður á RÚV, sækir einnig um stöðu sendiherra.
Kristján Guy Burgess sækir um stöðuna, en hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar er hann sinnti stöðu utanríkisráðherra.
Listinn í heild sinni:
- Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi
- Andri Lúthersson, sendifulltrúi og alþjóðafulltrúi
- Anna Hjartardóttir, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri
- Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, sendifulltrúi og ráðgjafi
- Anna Pála Sverrisdóttir, sendiráðunautur og yfirmaður mannúðarmála
- Arnljótur Bjarki Bergsson, ráðgjafi
- Auðbjörg Halldórsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi
- Auður Edda Jökulsdóttir, sendifulltrúi og sérstakur erindreki
- Ásgeir Sigfússon, framkvæmdarstjóri
- Benedikt Höskuldsson, settur sendiherra
- Birgir Þórarinsson, fv. alþingismaður
- Bjarni Vestmann, sendifulltrúi og varnarmálafulltrúi
- Bryndís Kjartansdóttir, settur sendiherra
- Davíð Logi Sigurðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri
- Elín Rósa Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri
- Emil Breki Hreggviðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri
- Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, framkvæmdarstjóri
- Eyrún Ýr Hildar Þorleifsdóttir, starfsmannastjóri
- Finnur Þór Birgisson, sendifulltrúi og varamaður sendiherra
- Friðrik Jónsson, settur sendiherra
- Geir Oddsson, sendifulltrúi og fastafulltrúi
- Gísli Rafn Ólafsson, fv. alþingismaður
- Gunnlaug Guðmundsdóttir, sendifulltrúi og varamaður sendiherra
- Hlynur Guðjónsson, settur sendiherra
- Hreinn Pálsson, sendifulltrúi og mannauðsstjóri
- Hrund Hafsteinsdóttir, sendifulltrúi og lögfræðingur
- Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri
- Höskuldur Þór Þórhallsson, lögfræðingur
- Ingólfur Friðriksson, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri
- Ingólfur Pálsson, yfirmaður tæknimála
- Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendifulltrúi og deildarstjóri
- Jón Erlingur Jónasson, sendifulltrúi og sérstakur erindreki
- Jónas Gunnar Allansson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri
- Katrín Einarsdóttir, sendifulltrúi og prótókollsstjóri
- Kristján Guy Burgess, ráðgjafi
- María Mjöll Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri
- Matthías Geir Pálsson, sendifulltrúi og lögfræðingur
- Nína Björk Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri
- Ólöf Ragnarsdóttir, fréttamaður
- Pétur Gunnar Thorsteinsson, sendifulltrúi og aðalsamningamaður
- Ragnar Gísli Kristjánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri
- Sesselja Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri
- Sóley Kaldal, sérfræðingur
- Stefán Ingi Stefánsson, ráðgjafi
- Tómas Orri Ragnarsson, sendifulltrúi og deildarstjóri
- Veturliði Þór Stefánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri
- Þórarinna Söebech, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri
- Þórður Sigtryggsson, varaframkvæmdarstjóri
- Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fv. alþingismaður