Gul viðvörun á Austfjörðum á morgun

Gul viðvörun tekur gildi á Austfjörðum klukkan 10 í fyrramálið.
Gul viðvörun tekur gildi á Austfjörðum klukkan 10 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austfirði sem tekur gildi klukkan 10 í fyrramálið og stendur fram til 21 annað kvöld.

Spáð er norðvestan 15-23 m/s með vindhviðum að 35-40 m/s sunnan til. Þessar aðstæður geta verið varasamar ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Á morgun er spáð 15-23 m/s á austanverðu landinu, hvassast verður á Austfjörðum, en mun hægari vindar vestan til. Það verður éljagangur á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert