Katrín: „Ég upplifði bara raunverulega sorg“

Katrín mætti í sitt fyrsta viðtal frá því að hún …
Katrín mætti í sitt fyrsta viðtal frá því að hún tapaði í forsetakosningunum í sumar. Viðtalið verður birt í heild sinni í kvöld. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Ég upplifði bara raunverulega sorg á þessum sunnudegi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, í viðtali við Ríkisútvarpið um það hvernig henni leið í kjölfar þess að Vinstri græn duttu út af þingi í nýafstöðnum Alþingiskosningum.

Í Kastljósi í kvöld verður sýnt fyrsta viðtalið við Katrínu eftir forsetakosningarnar í sumar.

Flokkurinn sem hún leiddi í rúmlega 11 ár hlaut afhroð í Alþingiskosningunum og fékk aðeins 2,3% fylgi undir forystu Svandísar Svavarsdóttur.

Auðvelt að finna blóraböggul

Katrín segir aðspurð að það hafi verið gefið í skyn við hana að slakt gengi flokksins hefði verið henni að kenna.

„En það eru auðveld viðbrögð að finna blóraböggul og það má kenna mér um eða Svandísi eða einhverri ályktun um, en ekkert hefur það upp á sig,“ segir hún.

„Það er ekki vinsælt verkefni að vera í ríkisstjórn og það er lítil umburðarlyndi gagnvart málamiðlunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert