Seltirningar minnast hjónanna

Hjónanna Sigríðar Gyðu og Sigurgeirs verður minnst á sunnudag.
Hjónanna Sigríðar Gyðu og Sigurgeirs verður minnst á sunnudag. mbl.is/Sigurður Bogi

Hjónin Sigríður Gyða Sigurðardóttir og Sigurgeir Sigurðsson hefðu bæði orðið níræð í þessari viku hefðu þau lifað og ætla Seltirningar að minnast þeirra næsta sunnudag.

Á sunnudögum klukkan 10 er Seltjarnarneskirkja gjarnan með dagskrá sem er kölluð fræðslumorgunn. Verður hjónanna minnst þar en einnig í messunni á sunnudeginum.

Sigríður Gyða var myndlistarmaður og verður opnuð sýning á verkum hennar í safnaðarheimilinu í lok messu á sunnudaginn.

Sigurgeir var sveitarstjóri og bæjarstjóri í fjóra áratugi á Seltjarnarnesi. Sigurgeir var með lengstan starfsferil sem sveitar- og bæjarstjóri en hann sat í bæjarstjórn á Seltjarnarnesi í samtals 40 ár og lét af embætti árið 2002.

Þór Sigurgeirsson mun halda erindi á fræðslumorgni og tala þar um foreldra sína. Þór er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og fetar því í fótspor föðurins en Þór tók við embættinu sumarið 2022 eða tveimur áratugum eftir að faðir hans lét af störfum.

Eliza tekur þátt í upplestri

Eins og víða er mikið um að vera hjá Seltjarnarneskirkju í desember. Við þetta má bæta að næsta sunnudag mun Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú, taka þátt í upplestri í kirkjunni. Enskir jólasöngvar verða á dagskrá í kirkjunni klukkan 14 en á ensku kallast þeir A Festival of Nine Lessons with Carols.

„Í þessari athöfn eru enskir jólasálmar sungnir á milli lestra úr Gamla og Nýja testamentinu er tengjast spádómum um Jesú Krist og fæðing hans,“ segir í tilkynningu frá Seltjarnarneskirkju.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Hjónin Sigurgeir Sigurðsson og Sigríður Gyða Sigurðardóttir.
Hjónin Sigurgeir Sigurðsson og Sigríður Gyða Sigurðardóttir. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert